Tuesday, November 29, 2011

Nafnið Herborg

Nafnið kemur fyrir í riddarasögum en Herborg hét kona Sigurðar Úlfssonar jarls samkvæmt Samsons sögu fagra. Heimildir eru um nafnið hér á landi frá því á 17. öld. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum árið 1646. Árið 1703 var það borið af 24 konum, öld síðar af 27 en árið 1910 hétu 44 konur Herborg. Í þjóðskrá 1989 voru 70 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur en 21 kona að síðara nafni.
Nafnið Herborg hefur verið notað öldum saman í Svíþjóð og er talið tökunafn úr þýsku, í fornháþýsku Heriburg. Það er einnig notað í Noregi.

No comments:

Post a Comment