Leynivinur Herborgar
Monday, December 5, 2011
Engin þjónusta í Skotlandi
Ég hef reynt án árangurs að fá aðstoð frá Edinburgurum við að færa Herborgu loka gjöfina í leynivinaleiknum, en án árangurs. Herborg þarf því að bíða þar til hún kemur aftur til vinnu eftir því að fá pakkann. Ég vona að það muni auðvelda henni að koma aftur í erilinn í vinnunni eftir huggulegheitin í Edinborg.
Thursday, December 1, 2011
Herborg á ferð og flugi
Þarna er hún Herborg mín að spóka sig núna og óttalega tómlegt á vinnustaðnum. Ég er pínu spældur að hún verði ekki með á morgun þegar giskað verður á leynivinina, en hlakka bara til að hitta hana þegar hún kemur aftur til vinnu.
Wednesday, November 30, 2011
Hugmynd að notkun
Ég vona að Herborg mín hafi verið ánægð með gjöfina í dag. Það eru ekki allir sem bera svona en Herborg gerir það svo sannarlega. Svo ætla ég að fá þetta lánað hjá henni þegar ég er búinn að afhjúpa mig.... úps, hér kjaftaði ég af mér!
Hér er frábært video um hvernig nota má þessa litlu gjöf.
Hér er frábært video um hvernig nota má þessa litlu gjöf.
Tuesday, November 29, 2011
Lag í lok dags
Textinn í þessu lagi talar nú ekkert sérstaklega til mín en lagið er bara svo fallegt. Ágætt að raula þetta um leið og maður fer út í rökkrið.
Nafnið Herborg
Nafnið kemur fyrir í riddarasögum en Herborg hét kona Sigurðar Úlfssonar jarls samkvæmt Samsons sögu fagra. Heimildir eru um nafnið hér á landi frá því á 17. öld. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum árið 1646. Árið 1703 var það borið af 24 konum, öld síðar af 27 en árið 1910 hétu 44 konur Herborg. Í þjóðskrá 1989 voru 70 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur en 21 kona að síðara nafni.
Nafnið Herborg hefur verið notað öldum saman í Svíþjóð og er talið tökunafn úr þýsku, í fornháþýsku Heriburg. Það er einnig notað í Noregi.
Herborg giskar
Loksins hef ég náð persónulegu sambandi við Herborgu og fékk hrós fyrir tónlistarsmekkinn! Ég er svo glaður (leynivinur - karlkyns orð) að henni fellur það sem ég hef sent henni. Svo giskar hún á að ég sé af Engjateigari... það er spurning.
Heims um ból að hætti Tom Waits
Þetta er kannski ekki það jólalegasta en Tom Waits er bara svo svakalega flottur á sinn hrjúfa hátt.
Subscribe to:
Posts (Atom)